Tuesday, December 18, 2012

NAILPOLISH

Jæja þá er ég loksins komin aftur til lífsins eftir eina af verstu og lengstu prófatörnum lífs míns. Ég hélt að ekkert myndi einu sinni koma nálægt viðbjóðnum sem stúdentspróf MR voru en þetta var ansi nálægt því....

En OK, þar sem ég er hinn allra versti naglalakkafíkill ætla ég að henda hérna inn nokkrum af mínum uppáhöldum!
Ég hef ekki getað keypt mér naglalökk í dálítið langan tíma því ég er að drepast úr tómri buddu en góði guð láttu 2013 vera naglalakkaár Sigríðar Elfu. Plís.




Þessi þrjú koma (held ég) úr einhverri jóla línu Nails inc ásamt tveimur öðrum, rauðu og fjólubláu. 
Þau eru öll svona glimmer, glans, gordjöss og ég elska þau. 
Við vinkonurnar eigum næstum því allar þennan pakka og okkur finnst ekkert skemmtilegra en að setja þetta efsta saman með því neðsta. ÞAÐ ER GEÐVEIKT.
Þessi snilldar pakki kom víst aftur fyrir þessi jól og fæst í Debenhams.



James Bond línan frá OPI - hin mikla snilld.
Hef bloggað áður um þetta neðra, The Living Daylights.
Jólasveinninn kom svo með þetta efra handa mér eina nóttina (já ég fæ ennþá í skóinn), Goldeneye, og ég get ekki beðið eftir að prófa það og setja kannski gyllt glimmer yfir, eða bara The Living Daylights!! Mig klæjar í puttana ég er svo spennt!


Eina lakkið mitt úr Muppets línunni frá OPI - excuse MOI!
Ég get set þetta yfir næstum því öll lökk og það klikkar aldrei !


Kardashian Kollection frá Nicole by OPI - Hard-Kourt fashionista heitir það
Dökkbrúnt og algjört must have. Meira að segja mamma elskar það!
Hef sett excuse MOI! að ofan yfir þetta og það var alveg mega. Var fyrst ekki alveg viss en þessi glimmer kunna bara ekki annað en að vera geðveik!


Classic.... nota þetta ótrúlega mikið


Last But Not Least..
Þetta var ást við fyrstu sýn. 400 kall í sumar og þetta gerir hvaða lakk sem er ennþá betra.
Að setja þetta yfir svart er to die for. Næstum því eins og chanel bara.

-Sigga

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...