Saturday, October 11, 2014

SKARTGRIPAHIRSLUR

Það er nauðsynlegt að geyma skartgripina sína á góðum stað svo það fari vel um þá og þeir endist lengur, t.d. passa að þeir séu ekki í sólarljósi, miklum raka og þess háttar. Maður sér líka miklu betur skartið sem maður á þegar það er fallega uppsett.
Það er ágætt úrval hér á landi af skartgripahirslum, m.a. í Rúmfatalagernum, Tiger og svo hefur Tekk Company verið með gott úrval af skart hirslum, sem eru þá aðeins í dýrari kantinum. Hér er lítið brot af hentugum hirslum sem geta verið hentugar.


BOCANO plastbox, 2.495 kr í Rúmfatalagernum
Þetta fer einstaklega vel með skartið því það er motta ofan í skúffunum sem verndar það fyrir hnjaski. Boxið hentar líka sem make-up hirsla, en ég tók motturnar úr mínu fyrir make-upið. 

ALFTA skartgripatré, 995 kr í Rúmfatalagernum
Þetta er úr glæru plasti. Á enda greinanna eru göt fyrir eyrnalokkana, og svo er boxið neðst tilvalið til að geyma hringi.

 MALPASO skartgripahengi, 1.495 kr í Rúmfatalagernum
Þessi hirsla tekur gott magn af skarti.

Þessi armbandastandur er frá Föndurlist í Holtagörðum. Einnig er hægt að finna álíka standa á Ebay. Þessir fara vel um armböndin en það er hægt að geyma ansi mörg á standinum.

Friday, October 3, 2014

GET THE LOOK: WESTERN BELTI

WESTERN beltið okkar, sem er svolítið í kúrekastíl í anda villta vestursins, hefur verið að sjást af svipuðum toga hjá erlendum tískubloggurum. Beltið er ýmist með stórri og áberandi sylgu, jafnvel tvöfaldri, eða með penni sylgju fyrir þá sem vilja ekki fara of langt í kúrekatrendið. Beltið sem við erum með til sölu er með gylltri sylgju sem er frekar nett (3 cm x 3 cm).

Beltið hentar jafnt við gallabuxur sem og stuttbuxur, og jafnvel hægt að nota í mittið við kjóla og pils.







GET THE LOOK:

Það besta er að beltið er á aðeins 990 kr og er frí sending hvert á land sem er!

Thursday, October 2, 2014

VÆNTANLEGT: OKTÓBER

Ný sending er væntanleg á næstu dögum, að öllum líkindum á morgun, föstudaginn 3. október! Við eigum von á fallegum hálsmenum, armböndum, eyrnalokkum og hringjum ásamt úrum, body chains, húfum og temporary tattúum. Við fáum líka nokkrar uppseldar vörur aftur. Vörurnar eru á mjög góðu verði, en þær eru á verðbilinu er 590 kr - 2.490 kr.

Við fáum ýmislegt í metal litum á borð við gull, silfur og kopar, en einnig litríkt skart í ýmist skærum litum eða pastel litum.

Hér er smá sneak peek úr sendingunni en við látum svo vita á Facebook síðunni okkar um leið og allar vörurnar eru komnar í netverslunina.


 

 


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...