Wednesday, May 14, 2014

ONLINE SHOPPING


Það kannski segir sig sjálft, þar sem ég á netverslun sjálf, að ég elska að versla á netinu. Auðvitað geri ég mér oft ferð líka í búðir en það er eitthvað svo kósý við það að geta verslað í rólegheitum, geta séð allt úrvalið beint fyrir framan sig, valið úr og ýtt á einn hnapp til að kaupa. Engar biðraðir og ekkert vesen.

Eitt af uppáhalds vefsíðunum mínum, WhoWhatWear.com, tók saman ýmsa kosti þess að versla á netinu.

1. Þú þarft ekki að vera uppstríluð á netverslunarrúntinum,
það eru náttúrulega forréttindi að geta verið í kósýfötunum eða náttfötunum að versla!

2. Hver elskar ekki að fá pakka?
Það er viss spenna sem fylgir því að bíða eftir pöntuninni og opna svo pakkann eins og það séu jólin.

3. Yfirmaðurinn myndi nú taka eftir því ef við létum okkur hverfa á vinnutíma til að skreppa í Kringluna.
En er hann að fara að taka eftir því ef við laumumst til að versla smá á netinu? Líklegast ekki!

4. Kosturinn við netverslanir er að þær eru opnar allan sólahringin,
sem þýðir að ef við náum ekki að sofna þá er tilvalið að nýta tímann til að versla aðeins.

5. Rafræn viðskipti þýða að þú færð kvittun senda á tölvupósti,
það á því að vera lítið mál að sanna kaupin og skila vörunni ef þér líkar hún ekki.
P.S. VELVET býður upp endurgreiðslu innan 14 daga frá kaupum!

6. Það er ekkert meira pirrandi en söluæst afgreiðsludama sem er sífellt að bjóða fram aðstoð sína. 
Stundum vill maður bara smá næði til skoða sig um.

7. Það getur verið tímafrekt að þurfa að leita að vörum í verslunum. 
Þetta er einfalt mál í netverslunum, slærð bara inn það sem þú leitar að í leitargluggann.


Ég er allavega að elska hvað netverslanir eru orðnar algengar í dag og er nokkuð viss um að fleiri deili netverslunarástinni með mér.

- Hildur

Tuesday, May 13, 2014

HÁRKEÐJUR

Hún Molly sem söng fyrir Bretland í Eurivision á laugardaginn var með ótrúlega flotta hárkeðju þegar hún flutti atriðið sitt. Við fórum að skoða stílinn hennar og hún virðist vera ansi mikið fyrir hárkeðjur, sem við skiljum alveg einstaklega vel því hárkeðjur gera ótrúlega mikið fyrir lúkkið og það er engin þörf á að gera mikið annað við hárið! Algjört möst fyrir sumarið

Við eigum eina týpu af hárkeðju eins og er, en það er von á fleiri týpum í byrjun júní

Þessi hér er fáanleg hjá VELVET og er á aðeins 1.290 kr (frí sending):Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...