Thursday, April 2, 2015

GULT UM PÁSKANA

Gulur er opinberi páskaliturinn, en hann er þó ekkert bara bundinn við páskana - hann er líka svo bjartur og fallegur þegar sumarið fer að láta sjá sig. Við höfum hér tekið saman brot af flotta gula skartinu okkar!

Minnum á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu um páskana!
Hemsendingin er gerð innan sólahrings og kostar 500 kr á pöntun.

Friday, November 7, 2014

GET THE LOOK: GULL

Okkur þykir þessi samsetning ótrúlega töff. 
Hjá Velvet getur þú fengið svipaðar vörur fyrir samtals 2.190 kr (hálsmen og 3 stk hringir).SLEEK hálsmen, 1.490 kr  //  SPIRAL hringir, 700 kr

Thursday, November 6, 2014

VÆNTANLEGT Á MORGUN

Við eigum von á nýrri sendingu á morgun, föstudag! Sendingin inniheldur m.a. gott úrval af hálsmenum, eyrnalokkum og hárkeðjum. Við fáum einnig röndóttu og chevron úrin aftur í svörtu ásamt fléttueyrnaböndunum í gráu og ljósbleiku. Hér að neðan er svo smá sýnishorn af nokkrum nýjum vörum. 


Vörurnar koma inn á netverslunina seinni partinn á morgun. 
Fylgist endilega með á Facebook síðunni okkar.

Wednesday, November 5, 2014

VINSÆLAST Í OKTÓBER

Þessar hér voru mest seldu vörurnar í október mánuði.

1. GOLD TRIANGLE húfa, 1.490 kr.
Hlýjar og góðar fyrir veturinn. Koma í fjórum litum: gráu, svörtu, beige og fölbleiku.

2. DASH hárskraut, 900 kr.
Ótrúlega flottar hárkeðjur, tilvaldar fyrir jól og áramót. Fást í silfruðu og gylltu.

3. RHINESTONE CIRCLE hárskraut, 900 kr.


Saturday, October 11, 2014

SKARTGRIPAHIRSLUR

Það er nauðsynlegt að geyma skartgripina sína á góðum stað svo það fari vel um þá og þeir endist lengur, t.d. passa að þeir séu ekki í sólarljósi, miklum raka og þess háttar. Maður sér líka miklu betur skartið sem maður á þegar það er fallega uppsett.
Það er ágætt úrval hér á landi af skartgripahirslum, m.a. í Rúmfatalagernum, Tiger og svo hefur Tekk Company verið með gott úrval af skart hirslum, sem eru þá aðeins í dýrari kantinum. Hér er lítið brot af hentugum hirslum sem geta verið hentugar.


BOCANO plastbox, 2.495 kr í Rúmfatalagernum
Þetta fer einstaklega vel með skartið því það er motta ofan í skúffunum sem verndar það fyrir hnjaski. Boxið hentar líka sem make-up hirsla, en ég tók motturnar úr mínu fyrir make-upið. 

ALFTA skartgripatré, 995 kr í Rúmfatalagernum
Þetta er úr glæru plasti. Á enda greinanna eru göt fyrir eyrnalokkana, og svo er boxið neðst tilvalið til að geyma hringi.

 MALPASO skartgripahengi, 1.495 kr í Rúmfatalagernum
Þessi hirsla tekur gott magn af skarti.

Þessi armbandastandur er frá Föndurlist í Holtagörðum. Einnig er hægt að finna álíka standa á Ebay. Þessir fara vel um armböndin en það er hægt að geyma ansi mörg á standinum.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...