Saturday, October 11, 2014

SKARTGRIPAHIRSLUR

Það er nauðsynlegt að geyma skartgripina sína á góðum stað svo það fari vel um þá og þeir endist lengur, t.d. passa að þeir séu ekki í sólarljósi, miklum raka og þess háttar. Maður sér líka miklu betur skartið sem maður á þegar það er fallega uppsett.
Það er ágætt úrval hér á landi af skartgripahirslum, m.a. í Rúmfatalagernum, Tiger og svo hefur Tekk Company verið með gott úrval af skart hirslum, sem eru þá aðeins í dýrari kantinum. Hér er lítið brot af hentugum hirslum sem geta verið hentugar.


BOCANO plastbox, 2.495 kr í Rúmfatalagernum
Þetta fer einstaklega vel með skartið því það er motta ofan í skúffunum sem verndar það fyrir hnjaski. Boxið hentar líka sem make-up hirsla, en ég tók motturnar úr mínu fyrir make-upið. 

ALFTA skartgripatré, 995 kr í Rúmfatalagernum
Þetta er úr glæru plasti. Á enda greinanna eru göt fyrir eyrnalokkana, og svo er boxið neðst tilvalið til að geyma hringi.

 MALPASO skartgripahengi, 1.495 kr í Rúmfatalagernum
Þessi hirsla tekur gott magn af skarti.

Þessi armbandastandur er frá Föndurlist í Holtagörðum. Einnig er hægt að finna álíka standa á Ebay. Þessir fara vel um armböndin en það er hægt að geyma ansi mörg á standinum.

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...