Tuesday, September 30, 2014

VINSÆLAST Í SEPTEMBER

Nú er bloggið loksins komið aftur í gang! Vinsælustu vörurnar verður nú fastur liður hér framvegis, en í lok hvers mánaðar ætlum við að segja ykkur hverjar hafa verið mest seldur vörurnar þann mánuðinn. Í september voru eftirfarandi vörur vinsælastar:

1. TWIST eyrnaband, 1.290 kr.
Fléttueyrnaböndin voru gífurlega vinsæl í mánuðinum, enda veturinn og kuldinn að skella á. Þau komu í fimm litum: svörtu, beige, vínrauðu, gráu og ljósbleiku. Við mælum með að þið nælið ykkur í eyrnaband áður en þau seljast upp!

2. WISHBONE hálsmen, 790 kr.
Óskabeinin hafa verið mjög vinsæl undanfarið og er þetta þriðja sendingin sem við tókum af þessum hálsmenum þar sem þau seljast alltaf strax upp. Við eigum einnig eyrnalokka í sama stíl á sama góða verðinu, 790 kr parið.

3. CLASSICAL STRIPE úr, 1.490 kr.
Þessi úr fóru ansi hratt í mánuðinum en við eigum enn nokkur eftir. Úrin koma í tveimur litum: svörtu og hvítu. Við eigum svo von á svipuðum úrum 2. október, en í staðinn fyrir rendurnar eru þau með chevron (zikk zakk) mynstri. 

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...