Wednesday, November 27, 2013

JÓLASENDINGIN

Nú er jólasendingin okkar á leiðinni og er hún væntanleg föstudaginn 29. nóvember ef allt gengur eftir, en annars mánudaginn 2. desember. Hér fyrir neðan smá sjá smá sneak peek af því sem mun koma.
Þetta er langstærsta sendingin til þessa. Hún inniheldur rúmlega 30 týpur af glænýju skarti og fylgihlutum, og 25 týpur af vörum sem hafa verið uppseldar en koma nú aftur vegna vinsælda, þetta eru t.d. BEANIE húfurnar og STACK hringirnir.
Í sendingunni eru bæði vörur sem eru tilvaldar í jólapakkana, sem og vörur sem henta fullkomlega við jóla- og áramótadressið. Úrvalið verður mjög fjölbreytt og í allskonar litum og stílum. Það verður því eitthvað fyrir alla! Fylgstu með á Facebook eða Instagram til að sjá nýju sendinguna í heild sinni.


Tuesday, November 26, 2013

TOP KNOTS

Einföld og flott hárgreiðsla, fullkomin á "slæmum hárdegi". Háir snúðar geta verið tjásulegir og henta þá betur hversdags. Þeir geta líka verið fínni, ef maður vandar sig aðeins meira, og þá er þá tilvalið að láta áberandi eyrnalokka njóta sín við uppsett hárið.
 Hár donutinn er snilld til að gera flottara form á snúðinn.
Hann er á 790 kr og fæst hér: www.velvet.is/products/donut-harhringur


Sunday, November 24, 2013

ARM PARTY

Í dag er flottast að vera með nokkur armbönd saman. Það er t.d. hægt að mixa og matcha ólíkum armböndum saman, en samt þannig þau myndi eina heild. Hér eru hugmyndir að ýmsum samsetningum en best er að prófa sig áfram og gera þetta að sínu.

  


 Hér er hægt að skoða armbandaúrvalið okkar:

Saturday, November 23, 2013

HAUSTNEGLUR

Á veturna verður naglalakkatískan dekkri en litirnir eru þó nokkuð fjölbreyttir. Haustlökkin koma t.d. í gráum, brúnum, vínrauðum, dökkbláum og dökkgrænum tónum ásamt gylltu og silfruðu. Að sjálfsögðu er rauður alltaf klassískur, óháð árstíðinni. Hér má sjá nokkrar hugmyndir að flottum haustnöglum.Friday, November 22, 2013

KÓNGABLÁTT

Kóngablátt er búið að vera áberandi í haust. Liturinn er einn af okkar uppáhalds fyrir veturinn, lífgar svo sannarlega upp á allt það svarta.


BEANIE húfa, 1.290 kr
 
JELLY úr, 2.490 kr

GOLDEN PYRAMIDS armband, 1.790 kr

GLAM hálsmen, 1.490 kr

Thursday, November 21, 2013

HORN UNDIR SKARTIÐ

Okkur þykir alls ekki leiðinlegt að finna hugmyndir að sniðugum lausnum til að geyma skartið. Hér er eins nokkuð töff lausn - að hengja hálsmenin á dýrahorn uppi á vegg.Hér er hægt að skoða fleiri sniðugar geymsluhugmyndir fyrir skartið sem við höfum bloggað um áður:

Wednesday, November 20, 2013

T-SHIRT HÁLSMEN

Það getur verið flott andstæða að klæðast statement hálsmeni við casual stuttermabol. Ef eitthvað er að marka tískubloggara úti í heimi þá er hægt að ná þessu lúkki með gráum bol ásamt áberandi hálsmeni með glitrandi glærum steinum blandað við keðjur. Það getur einnig komið vel út að nota nokkur hálsmen lagskipt saman. Þetta finnst okkur mjög flott og svolítið öðruvísi trend 
 

DAZZLE hálsmenið okkar er fullkomið í þetta trend en það er væntanlegt 1. des 
ásamt fleirum fínum glitrandi jólahálsmenum


Tuesday, November 19, 2013

INSTAGRAM

Við erum búin að vera aktív á instagram upp á síðkastið. Þar sýnum við vörurnar betur og birtum skemmtileg quotes. Fylgist endilega með: @velvetverslun

RHINESTONED BOX CHAIN armband, 1.490 kr

VERTICAL BAR hálsmen, 1.490 kr


WATERCOLOR hálsmen, 2.990 kr
Uppselt - Væntanlegt aftur 1. des

FLOWER KNOTS hálsme, 1.790 kr
Uppselt - Væntanlegt aftur 1. des

BEANIE húfur, 1.290 kr stk
Væntanlegar aftur 1. des í vínrauðu og svörtu

GEOMETRIC STONES hálsmen, 1.490 kr

MULTILAYER BEADS armband, 1.490 kr

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...