Sunday, February 24, 2013

SUNNUDAGS BRUNCH

Sunnudagarnir mínir byrja svo miklu betur þegar á boðstolnum er kósý sunnudags brunch með amerískum pönnukökum, hlynsírópi og ferskum berjum. Þessar morgunstundir um helgar eru eitt af þessum litlu hlutum sem gera lífið svo miklu betra :)

Hér er ameríska pönnukökuuppskriftin sem ég nota:

150 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
50 gr sykur
Örlítið salt
1 egg
150 ml mjólk
Olía til steikingar

Svona spari þá finnst mér ofsalega gott að bæta súkkulaðibitum út í deigið.







Saturday, February 23, 2013

TREND: ÚR

Það er möst að eiga allavega eitt oversized úr til að nota með allskonar armböndum. Úr eru heitt tískutrend, og er sérstaklega áberandi núna að mixa og matcha armböndum saman við þau. Mér finnst gaman að eiga úr til skiptana og á t.d. gyllt, rósagyllt og svart. Ég nota svarta mikið enda klassískt og passar við nánast allt. Ég mun svo pottþétt fá mér hvítt fyrir sumarið, enda fer hvítur afar vel við brúna húð : )

CLASSICAL úrin frá VELVET fást í svörtu og hvítu og 
eru á sérstöku tilboði næstu vikuna á 2.990 kr (áður 3.990 kr):


Hérna eru svo nokkrar hugmyndir að samsetningum...






Tékkið á armbandaúrvalinu hjá VELVET en þau eru tilvalin til að nota með úrunum!

Thursday, February 21, 2013

MATTAR NEGLUR

Mattar neglur eru ótrúlega töff trend, en til þess þarf ekki að eiga matt lakk í hverjum lit heldur er einfaldlega hægt að kaupa matt yfirlakk. Mikil snilld að geta breytt áferðinni á litunum fyrir svo lítið sem 590 kr með möttu yfirlakki héðan.

 
 


Matta lakkið er líka hægt að nota til að búa til mynstur með sama litnum - fínt ef maður fílar ekki alltof áberandi neglur.





HAPPY DAY


Njótið dagsins og litlu hlutanna, þeir skipta mestu máli :)

Tuesday, February 19, 2013

TREND: PASTEL LITIR



Á sumrin koma ljósari litir í staðinn fyrir þá dökku. Við erum með úrval af flottu skarti í mildum pastel litum á borð við mintugrænt, fölbleikt, kremlitað og ferskjubleikt.

MOON hálsmen, 1.490 kr










Saturday, February 16, 2013

EINFALDAR HÁRGREIÐSLUR

Ég er alls ekki nógu dugleg að gera eitthvað fínt við hárið á mér, það þarf helst að vera frekar einfalt til að ég leggi í það. Fléttur eru til dæmis ekki mín sérgrein, þó mér finnist svo ótal margt flott hægt að gera með þær. Hérna eru samt nokkrar einfaldar greiðslur sem fela ekki í sér mikla fléttu- eða hárgreiðsluhæfileika.








Fyrir ykkur fléttusnillingana þá getið þið skoðað allskonar fléttugreiðslur hér:

Sunday, February 10, 2013

MORNING


...svo ljúft að sofa út á sunnudögum, njótið dagsins

Thursday, February 7, 2013

NÝJAR VÖRUR!

Vorum að fá ótrúlega fínar vörur á þriðjudaginn. 
Hérna er mitt uppáhalds úr sendingunni...

 CLASSICAL úr // 3.990 kr


INFINITY armband // 990 kr

 SIDE CROSS hringur // 990 kr

BOW armband // 990 kr



CRYSTAL hálsmen // 2.990 kr


BRASS COIN hárband // 1.490 kr

www.velvet.is

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...