Sunday, February 24, 2013

SUNNUDAGS BRUNCH

Sunnudagarnir mínir byrja svo miklu betur þegar á boðstolnum er kósý sunnudags brunch með amerískum pönnukökum, hlynsírópi og ferskum berjum. Þessar morgunstundir um helgar eru eitt af þessum litlu hlutum sem gera lífið svo miklu betra :)

Hér er ameríska pönnukökuuppskriftin sem ég nota:

150 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
50 gr sykur
Örlítið salt
1 egg
150 ml mjólk
Olía til steikingar

Svona spari þá finnst mér ofsalega gott að bæta súkkulaðibitum út í deigið.No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...