Friday, December 28, 2012

MAKEUP SKIPULAG

Ég tók til inná baði hjá mér um jólin og fór í gegnum allar snyrtivörurnar mínar, sem eru nú reyndar ekkert mjög margar. Þær voru svo illa skipulagðar að ég var að finna sumt sem ég mundi ekki eftir að eiga, og voru þar á meðal nokkrir hlutir ennþá í pakkningunni. Ég þurfti því að skipuleggja þetta aðeins betur...Þetta glæra plastbox er úr Rúmfatalagernum og kostar 2.495 kr. Ég keypti það fyrir nokkrum mánuðum og ætlaði alltaf að nota það fyrir hluta af skartinu mínu en það hentar mjög vel fyrir snyrtivörurnar. Stærri hluti eins og meik o.þ.h. geymi ég annars staðar, og svo geymi ég stóra bursta í glasi.Þetta varalitabox fékk ég í skóinn frá kærastanum, það fæst í Söstrene Grene. Ótrúlega sniðugt, hafði einmitt séð það á VeniVidiVisa blogginu og setti það á óskalistann : )


Hér eru fleiri hugmyndir að flottu make-up skipulagi...Snilldaraðstaða fyrir make-up fíkla

Þetta fæst í Ikea

Svona box fæst í Söstrene Grene

-Hildur

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...