Friday, February 1, 2013

MAKKARÓNUR

Ég er með æði fyrir makkarónum, svo litlar og sætar og ótrúlega ljúffengar. Þetta er samt ekki eitthvað sem maður gúffar í sig, meira svona trít á góðum degi :) Ég fór í Kökuhúsið í Kópavogi í dag og keypti mér nokkrar. Mæli með þessu bakaríi, þau eiga vanalega til makkarónur með mismunandi brögðum og líka ótrúlega flottar cupcakes, keypti mér einmitt eina rósacupcake með glimmeri. Fyrir þá sem eiga ekki leið um bakaríið þá er Hagkaup að selja franskar makkarónur frosnar, alveg þess virði að prófa.

Þær voru svo sætar að ég varð að taka mynd. 
Þessar eru jarðaberja, mokka og vanillu!






Ladurée bakaríið í París er frægt fyrir makkarónurnar sínar.




1 comment:

  1. Vá takk fyrir þetta! Er búin að vera að leita að stöðum sem selja makkarónur!! Þær eru bestar!!

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...