Monday, May 27, 2013

TREND: HÁRSKRAUT

Netið er fullt af sýnikennslum um hvernig á að gera allskonar hárgreiðslur, hvort sem það eru fléttur, eitthvað létt og einfalt, eða uppsettar greiðslur. En stundum á maður einfaldlega bad hair day þar sem hárið vill bara ekki hlýða og þá getur verið gott að setja það í tagl eða snúð. Við erum með gott úrval af hárskrauti sem hentar einmitt mjög vel fyrir þessa daga. Það getur gert mjög mikið fyrir lúkkið að bæta við flottri hárteygju, spöng eða hárbandi

 Þetta gyðjuhárband gerir slegið hár fínt á einni sekúndu. 
BRASS COIN hárband, 1.490 kr
www.velvet.is/products/brass-coin-harband

 Rósahárbandið kemur flott út með snúð.
ROSE hárband, 1.490 kr

Glitrandi steinarnir gera þetta hárband ótrúlega sparilegt. Það heldur hárinu vel niðri og hentar vel t.d. með uppsettum greiðslum.
RHINESTONES hárband (til með ljósum og dökkum steinum), 1.490 kr

Gaddahárspöng sem heldur hárinu frá andlitinu og setur punktinn yfir i-ið þegar kemur að heildaroutfittinu.
SPIKE hárspöng, 1.490 kr

Sæt teygja með áfastri slaufu, mjög einföld í notkun og hressir upp á hárið.
BOW hárteygja (til í rósagylltu og silfruðu), 990 kr.


Töffaraleg hauskúpuhárteygja - aðeins ein eftir í silfruðu!
SKULL hárteygja, 500 kr.

Cuff teygjurnar eru búnar að vera ótrúlega vinsælar hjá okkur, það vinsælar að við þurfum alltaf að panta meira og meira af þeim. Þetta eru hólkar sem opnast og taglið er sett inn í, og eru mjög einfaldir í notkun. Þær eru flottar bæði í hátt og lágt tagl. 
HAIR CUFF hárteygjur (fást í gylltu og silfruðu), 990 kr


Meira úrval af hárskrauti er að finna hér

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...