Thursday, November 8, 2012

MY FAVORITES


Síðustu tvo mánuði höfum við verið að fá afskaplega fallegar sendingar að okkar mati og mikið af fallegu skarti með bæði hversdags og fínni notagildi.
Ég ákvað að taka saman lítið brot af mínum uppáhöldum og sýna ykkur:

SIMPLE CROSS hringur - 990kr

Þessi er náttúrulega bara gullfallegur. Hann er frekar lítill og mjög nettur og fer vel við allt!
Hann er einnig til í svörtu sem er frekar töff!

RHOMBUS eyrnalokkar - 990kr

Ég er alveg ótrúlega skotin í hvítu-gylltu skarti núna. Þessir finnst mér vera frekar í fínni kantinum, svona ef maður er að fara að kíkja aðeins út þá geta eyrnalokkar verið kannski akkúrat það sem vantar til að gera venjulegt vinnuoutfit aðeins fínna.

ZIG ZAG TRIANGLE hálsmen - 1490kr

Hvítt, svart eða rautt, hvaða litur sem er þitt uppáhald, þá er þetta hálsmen eitthvað sem þú þarft að eignast. Einfalt og fallegt og virkar vel með skyrtum jafnt sem bolum.

PYRAMID hálsmen  - 1490kr

Er búin að eiga þetta hálsmen síðan það kom með fyrri sendingunni í október og er búin að nota það ótrúlega mikið, það bara passar við svo margt í fataskápnum mínum!

ROSE hárband - uppselt

Það er bad-hair day og þú hendir hárinu upp í snúð, svona hárband lagar allt. Hárið er orðið fínt og þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Algjör snilld!


Minni svo á að þar sem VELVET verður 2. ára núna um miðjan mánuðinn þá er ALLT á 20% afslætti bæði í netversluninni og á Kleppsmýrarvegi 8.
Ef þú ert að panta á netinu seturu einfaldlega afsláttarkóðann AFMÆLI í pöntunarferlinu.

Svo er opið í kvöld á milli 17 og 19 uppi í búð - endilega kíkið við og skoðið allt úrvalið ! 

-Sigga

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...