Tuesday, November 6, 2012

SKARTGRIPAGEYMSLUR

Eins og gefur að skilja eigum við ótrúlega mikið af skarti sem þarf allt að eiga sinn stað svo vel fari um það. Það er til ótrúlega mikið af flottum skartgripastöndum, Tekk Company er t.d. með ágætt úrval af flottum stöndum, einnig Rúmfatalagerinn. Við erum búnar að finna ýmsar hugmyndir til að geyma skart, margar hverjar kosta alls ekki mikið.

Glerflöskur fyrir armböndin - algjör snilld.

Gömul hrífa getur geymt fjölda hálsmena

Hægt er að geyma hringi og armbönd á fallegum bökkum

Sniðugt að hólfa skúffur niður fyrir belti, sólgleraugu, klúta og alls konar fylgihluti.

Hér er cupcake standur notaður inni á baði, en hann gæti alveg eins verið jafn sniðugur fyrir skartið.

Kúptar flöskur geta geymt falleg hálsmen

Hér eru notaðar skálar, vínflöskur og annað til að stafla skartinu á

Sniðug hugmynd að krækja eyrnalokkum í götótt efni í fallegum myndaramma

Snagar á vegg er einföld en ódýr leið til að geyma hálsmen og fleira

Trjágreinar festar við myndaramma, sem hægt er að mála í einhverjum fallegum lit

Lumið þið á einhverjum sniðugum skart geymslu hugmyndum?? :)

-Hildur

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...