Wednesday, December 5, 2012

WISH NECKLACES

Lítil og pen hálsmen hafa verið lítið áberandi á síðustu misserum en það virðist sem að þau séu að koma aftur og erum við heldur betur ánægðar með það!

Við erum með ágætis úrval af gylltum hálsmenum með penum merkjum eins og hjarta, peace, lykill og óskabein og hafa þau verið að rjúka út. Það er ótrúlega flott að setja saman tvö eða jafnvel þrjú hálsmen og bera bæði hversdags og fínt.

Hálsmenin okkar eru á aðeins 990kr og er frír sendingarkostnaður allan desember svo endilega nýtið ykkur það.


Hin gullfallega Jennifer Aniston með óskabein um hálsinn


Íslenski tískubloggarinn hún Alexsandra með óskabein.

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...